2023

Ógn sem stafar af skipulagðri brotastarfsemi verður að taka alvarlega. Á það hefur lögreglan ítrekað bent, en með misjöfnum árangri. Skilningur á að efla þurfi lögregluna til að takast á við málaflokkinn hefur þó aukist. Til marks um það voru boðaðar aðgerðir stjórnvalda á fyrri...

Rannsóknum kynferðisbrota miðaði ágætlega á árinu 2023, en markvisst hefur verið unnið að því að stytta málsmeðferðartíma í málaflokknum. Þess sáust merki snemma á árinu, en þá þegar hafði komið til aukið fjármagn svo hægt var að fjölga stöðugildum hjá embættinu við rannsókn og saksókn...

Flesta daga voru óprúttnir aðilar að reyna að svíkja og pretta fé af fólki. Það var reynt með ýmsum hætti, en oftar en ekki var um netsvindl að ræða. Líkja mátti þessu við plágu, enginn stundarfriður var fyrir þrjótunum. Um vaxandi vandamál er að ræða...

Þúsundir þjófnaðarbrota voru tilkynnt til Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu árið 2023, eða um 4.000. Það er ámóta fjöldi þjófnaðarbrota og komið hefur á borð embættisins undanfarin ár, en málaflokkurinn er sannarlega umfangsmikill. Um var að ræða alls kyns þjófnaði, sem áttu sér stað í umdæminu árið...

Fjögur manndrápsmál voru til rannsóknar hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu árið 2023 og hafa aldrei verið fleiri á einu ári á starfstíma hennar. Á árunum 2007-2022 voru framin sautján morð í umdæminu, eða að jafnaði um eitt á ári. Eðlilega voru sveiflur innan þess tímabils, en...